• Oddný

Sunnudagur á nýjum stað

Í dag á sunnudegi þá skoðuðum við okkur um hér í kring um Knysna. Það er dásamlega fallegt allt hér í kring, flóinn sem bærinn stendur við, Indlandshafið og skógarnir sem umlykja bæinn. Heimamennsegja að það sé fallegast í Knysna á vorin. Í ágúst og september er gróðurinn í blóma eftir vætu vetrarins. Þegar líður á sumarið þá byrjar allt að sölna og gulna vegna vatnsskorts.

Það var brækjuhiti í dag, 37 gráður og glaðasól. Þetta er heitara en vant er á þessum árstíma. Sem betur fer spáir kólnandi.Útsýni úr íbúðinni okkar - dasamlegt.

Horft yfir Knysna
Hér opnast lónið við Indlandshafið.

Þessi strönd er alveg einstök. Litlar víkur og tanduhreinn sjór...kaldur

Einkennisblómið þeirra sem er einmitt í blóma núna þegar vorar.
0 views

© 2019 Oddný Helga Einarsdóttir