• Oddný

Frídagar og ferðalag

Síðustu tvær vikur höfum við mæðgur verið í fríi. Fyrri vikuna var frí í skólanum – vorfrí og þá seinni ákváðum við að vera í fríi enda komu hingað góðir gestir. Það var óendanlega gott að fá eiginmanninn og pabbann Einar til okkar mæðgna en hann verður með okkur í þrjár vikur. Svo var nú einstakt að fá bestu vinkonurnar Margréti og Þórunni ásamt mönnunum þeirra Jóa og Þór til okkar. Við vorum sumsé 7 hérna á Agnar Mews í 10 daga. Það var algjört æði að fá að upplifa þetta einstaka land með þeim öllum. Við fórum víða hér í kring, skruppum líka í safarí og heimsóttum Höðaborg (Cape Town). Óhætt er að segja að það var margt sem kom þeim á óvart hér um slóðir.


Náttúrufegurðin hér á Garden route eins og svæðið hér í kring er kallað er alveg einstök. Óvíða í heiminum má finna fleiri tegundir af blómum en hér má finna 22000 tegundir af hverskyns plöntum. Núna er vor og trén og blómin óðum að blómstra – það eru sko flott blóm og mörg ólík því sem við eigum að venjast. Dýralífið er líka magnað og höfum við hitt fyrir og séð fjölmargar tegundir. Ógleymanlegt var að grilla í almenningsgarði ásamt fjölmörgum fjölskyldum úr township. Þar voru margir sem vildu spjalla og Þór eignaðist áhugaverðan vin og mikil ágætiskona kenndi okkur hvernig best er að grilla maís. Mæðgurnar og Margrét skelltu sér í sjóinn á meðan hinir grilluðu og voru þar eins og þrír flóðhestar innan um sæg af litlum sætum krökkum. Þessa kvöld verður lengi minnst spái ég. Við fórum líka í heimsókn í township og fengum þar góðar mótttökur – lærðum að spila á trommur og fórum í nýlenduvöruverslun. Kíktum auðvitað á strendurnar en óhætt er að segja að þær hafa mikið aðdráttarafl enda gordjöss… Farin var ferð á Góðravonahöfða og vitinn á Cape point skoðaður. Það fannst öllum stórmerkilegt enda erum við öll (mínus Oddný Helga) á þeim aldri að hafa lært um Góðravonahöfða og Vasco da Gama í landafræði í gamla daga. Þann sama dag fórum við á mörgæsaströndina sem er líka einstakt. Við fórum og borðuðum víða og vorum öll sammála um að maturinn hérna er sérlega góður bæði fiskur, kjöt og grænmeti. Sumsé – hér er frábært að vera í fríi.Í safaríinu sáum við bæði ljón og blettatígur, buffaló, flóðhest og það sem var að okkar mati

eftirminnilegast hvítan nashyrning með 20 daga gamlan kálf. Þau mæðginin voru alveg yndi en

nashyrningar eru því miður í mikilli útrýmingarhættu vegna veiðiþjófa.
0 views

© 2019 Oddný Helga Einarsdóttir